Við Bakkavör 44 á Seltjarnarnesi er fallegt parhús þar sem núverandi eigendur hafa búið sé afar snoturt heimili þar sem fjöldi listaverka fegra rýmin.

Húsið er 295 fermetrar að stærð á tveimur hæðum með fallegu sjávarútsýni með Keili í beinni sjónlínu.

Húsið var endurhannað árið 2006 og kom Guðbjörg Magnúsdóttir innanhúsarkitekt að þeim breytingum. Guðbjörg er ein af þeim færustu í faginu, en hún hannaði hjónsvítuna, innbyggðar bókahillur og baðherbergi.

Eldhúsið var endurnýjað árið 2016 með sérsmíðuðum innrétingum frá Goform og svörtum marmara með hvítum æðum á borðum.

Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og fallegur garður sem er vel við haldinn af fagaðilum.

Nánar á fasteignavef Fréttablaðsins.

Stofan er mjög stór og rúmgóð með parket á gólfi. Hún er það stór að auðvelt væri að útbúa þar eitt auka svefnherbergi
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Glæsilegt útsýni er frá eldhús, bæði í átt að Esjunni og til sjávar í átt að Keilir.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Eldhús er mjög vandað með glæsilegri sérsmíðaðri innréttingu og eyju. Marmari er á borði og vönduð tæki, mikið og gott skápapláss, búrskápur, tvöfaldur ísskápur með frystir.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Sérsmíðaðar bókahillur og hannaðar af Guðbjörgu innanhúsarkitekt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Vandaður stigi með með mikilli og flottri lofthæð veitir aðgengi upp á efri hæð hússins. Smekklegur og vandaður frágangur.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Hvítar flísar á flestum veggjum, upphengt salerni og vandaður skápur þar fyrir ofan. Vönduð sérsmíðuð innrétting með tvær undirlímdar handlaugar á marmara borðplötu.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Hjónaherbergið er rúmgott og bjart.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Rennihurð aðskilur hjónaherbergi frá baðherbergi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Snyrtilegt baðherbergi með hvítum og gráum flísum.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Snyrtileg og falleg aðkoma er að húsinu, upphituð hellulagt bílapla
Mynd/Fasteignaljósmyndun
róin og fallegur garður umlykur húsið sem ávallt hefur verið í umsjón fagmanna.
Mynd/Fasteignaljósmyndun