Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins í styrki til þýðinga á íslensku. Að þessu sinni var 11 milljónum veitt í 30 styrki.

Þýtt er úr ensku, frönsku, þýsku, hollensku og spænsku. Meðal þýðenda má bæði finna þaulreynda þýðendur en einnig þýðendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í þýðandastarfinu.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun:

Putin´s People eftir Catherine Belton. Þýðandi Elín Guðmundsdóttir.

The Kingdom of the Wicked eftir Anthony Burgess. Þýðandi Helgi Ingólfsson.

Violeta eftir Isabel Allende. Þýðandi Sigrún Á. Eiríksdóttir.

Dune eftir Frank Herbert. Þýðendur Dýrleif Bjarnadóttir og Kári Emil Helgason.Paradise eftir Abdulrazak Gurnah. Þýðandi Helga Soffía Einarsdóttir.

Dostoevsky in Love eftir Alex Christofi. Þýðandi Áslaug Agnarsdóttir.

Paradísarmissir eftir John Milton. Þýðandi Jón Erlendsson.