Það eru kannski ekki allir hrifnir af nýföllnum snjó. Það er hins vegar hin þriggja ára Bei Bei, sem var himinlifandi þegar fyrsti snjórinn féll í Washington á fimmtudaginn.  

Bei Bei er risapanda sem býr í Smithsonian dýragarðinum í Washington. 

Dýragarðsstarfsmenn náðu kostulegu myndbandi af Bei Bei, þar sem hún bregður á leik í snjónum. 

Netverjar virðast vera nokkuð sáttir með tilþrif pöndunar og hefur fjöldi deilt myndskeiðinu. „Ekki móðgast, en ég myndi deyja fyrir Bei Bei,“ segir einn kátur netverji, yfir sig hrifinn af krúttlegu pöndunni.