Lífið

Pandan Bei Bei bregður á leik í snjónum

Pandan Bei Bei var himinlifandi með nýfallin snjó í Washington.

Pandan Bei Bei er þriggja ára og býr í Bandaríkjunum. Mynd/Skjáskot

Það eru kannski ekki allir hrifnir af nýföllnum snjó. Það er hins vegar hin þriggja ára Bei Bei, sem var himinlifandi þegar fyrsti snjórinn féll í Washington á fimmtudaginn.  

Bei Bei er risapanda sem býr í Smithsonian dýragarðinum í Washington. 

Dýragarðsstarfsmenn náðu kostulegu myndbandi af Bei Bei, þar sem hún bregður á leik í snjónum. 

Netverjar virðast vera nokkuð sáttir með tilþrif pöndunar og hefur fjöldi deilt myndskeiðinu. „Ekki móðgast, en ég myndi deyja fyrir Bei Bei,“ segir einn kátur netverji, yfir sig hrifinn af krúttlegu pöndunni.

Fjarskyld frændsystkini Bei Bei, búsett í Kína, bregða á leik.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

​Vinnu­heiti næstu Bond-myndar af­hjúpað

Tíska

Allt sem þú þarft að vita um vortrendin í förðun

Lífið

Lopa­peysu­klám Ó­færðar heillar breskan rýni

Auglýsing

Nýjast

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Rómantík getur alveg verið nátt­föt og Net­flix

Átta glænýjar staðreyndir um svefn

Áhugamál sem vatt hressilega upp á sig

Móðir full­trúa Króatíu býr á Egils­stöðum

Hamfarir að bresta á!

Auglýsing