Lífið

Páll Óskar snýr aftur í gönguna á tólf metra hælum

​Undirbúningur gengur vel fyrir Gleðigöngu Hinsegin daga sem hefst klukkan 14 í dag. Gangan hefst við Hörpu í ár og mun enda í Hljómskálagarðinum. Um 30 atriði verða í göngunni í ár, þar á meðal verður Páll Óskar, sem ekki tók þátt í fyrra, í gervi Frank-N-Furter.

Páll Óskar verður ásamt dönsurum úr Rocky Horror í göngunni í ár

Um 30 atriði verða í göngunni í ár, þar á meðal verður Páll Óskar, sem ekki tók þátt í fyrra. Í ár verður hann í gervi Frank-N-Furter úr söngleiknum Rocky Horror sem hóf sýningar síðasta vetur í Borgarleikhúsinu. 

„Ég er með Rocky Horror trukk. Ef það er einhver söngleikur sem passar inn í Gleðigöngu Hinsegin daga þá er það Rocky Horror. Trukkurinn er draumahælar allra drottninga. Þessir hælar eru mjög hugguleg blanda af hryllingi og kynlífi. Þeir eru tólf metrar og eru svo stórir að Guð getur passað í þá. Þeir eiga eftir að trampa á göngunni,“ segir Páll Óskar í samtali við Fréttablaðið í dag.

Sýningar á Rocky Horror í  hefjast aftur 8. september og eru 33 þúsund manns nú þegar búin að sjá söngleikinn að sögn Páls. Hann verður því ásamt dönsurum úr leikritinu á hælatrukknum að hita sig upp fyrir næsta leikár.

Páll Óskar segir að hann muni síðan taka nokkur lög á tónleikunum í Hljómskálagarðinum, þar á meðal Sweet Transvestite úr söngleiknum, ásamt því taka nokkur klassísk Pallalög.

Páll Óskar tók ekki þátt í fyrr en hefur tekið þátt nærri óslitið frá því að gangan var fyrst farin árið 2011 Fréttablaðið/Valli

Undirbúningur gengur vel 

Að sögn skipuleggjenda gengur undirbúningur vel og segir Steina Natasha að fólk ætti að fara að tygja sig niður í bæ vilji það koma sér vel fyrir áður en gangan hefst. 

„Það gengur mjög vel og er verið að leggja lokahönd á að girða af. Þannig það er þá komið mjög tímanlega, miðað við vanalega, og erum með sátt með það. Starfsmenn borgarinnar eru búin að standa sig eins og hetjur alveg frá því í morgun,“ segir Steina Natasha ein aðstandenda göngunnar í ár í samtali við Fréttablaðið í dag.

Hún segir að einnig gangi vel í hljóðprufu í Hljómskálagarðinum þar sem tónleikar fara fram eftir gönguna og að bílarnir séu farnir að streyma niður á Sæbraut og raða sér upp fyrir gönguna.

„Frá því klukkan tólf verða þau að stilla sér upp og koma sér í gang. Þannig það er alveg tímabært fyrir fólk að fara að tygja sig niður í bæ þar sem það er talsvert um lokanir og erfitt að komast að með stuttum fyrirvara,“ segir Steina.

Glöð að fá Pál Óskar aftur í gönguna

Í göngunni í ár verða um 30 atriði, þar á meðal Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær, ýmsir stjórnmálaflokkar, stúdentaráð, hin ýmsu hinsegin félög, eins og Trans-Ísland, Samtökin ´78 ásamt því að einhverjir einstaklingar verða með sín eigin atriði. Þá er einnig ný félög eins og óstofnað félag Tví- og pankynhneigðra og margir fleiri.

„Það má gera ráð fyrir þessum föstu liðum og svo verður gaman að sjá þessa nýju, eins og óstofnað félag tví- og pankynhneigðra sem eru að nota gönguna sem stökkpall til að kynna félagið,“ segir Steina.

Hún segir að það megi búast við mikilli gleði og gaman. „Það verða rosalega mörg stór og flott atriði. Það eru einhver atriði sem fengu styrki til að gera atriðin sín stærri. Einhver þeirra verða þannig að fólk getur spjallað og tekið myndir með og kannski fær fólk einhverjar gjafir. Svo erum við auðvitað mjög glöð að fá Palla aftur,“ segir Steina.

Páll Óskar tók ekki þátt í göngunni í fyrra en hafði nærri óslitið verið með atriði frá því að gangan var fyrst haldin árið 1999.

„Vagninn hans er mjög spennandi núna þannig það verður rosa gaman að sjá hann. Hann er mjög kostnaðarsamur en það skilar sér alveg í útlitinu,“ segir Steina að lokum.

Á tónleikunum verða fjölmörg tónlistaratriði, þar á meðal, mun Hera Björk söngkona ásamt því sem að Andrea Gylfa og Hinsegin kórinn munu flytja lag Hinsegin daga í ár.

Sjá einnig: Götu­lokanir vegna Gleði­göngunnar í dag

Götulokanir vegna Gleðigöngunnar í ár.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Götu­lokanir vegna Gleði­göngunnar í dag

Menning

Efna til hand­rita­sam­keppni fyrir hljóð­bækur

Kynningar

Léttum fólki lífið

Auglýsing

Nýjast

Dorma býður frábært úrval fermingarrúma

Bræður geðhjálpast að

Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram

Reyndi að komast um borð í flugvél nakinn

Dæm­ir um trú­v­erð­ug­­leik­a þekktr­a kvik­­mynd­a­­sen­a

Lands­liðs­maður í fót­bolta selur kveðjur

Auglýsing