Páll Óskar Hjálm­týs­son er þessa dagana í fríi í Karíbahafinu og það er ó­hætt að segja að söngvarinn láti fara vel um sig á skemmti­ferða­skipinu þar sem hann er nú staddur.

Söngvarinn leyfir öllum að fylgjast með á Face­book, þar sem hann greindi frá því í dag að hann hafi skellt sér í tann­hvíttun, enda í fríi og ekki á þeim buxunum að láta slík tæki­færi fram­hjá sér fara.

„Ég er staddur um borð í skemmti­ferða­skipi í Karíbahafinu með fjöl­skyldunni. Hér er gjör­sam­lega allt í boði og ég (auð­vitað) þigg það allt. Meira að segja TANN-HVÍTTUN. Myndir segja meira en ó­þarfa orð.“