Páll Óskar, Bríet og Herra Hnetu­smjör munu troða upp á tón­listar­há­tíð Kótelettunar sem haldin verður á Sel­fossi dagana 9. til 11. júlí. Í til­kynningu segir að há­tíðin hafi aldrei verið glæsi­legri en hátt í 20 tón­listar­menn- og konur munu koma fram á tveim sviðum.

Auk þeirra þriggja munu Stuðla­bandið, Spri­te Zero Klan, Love Guru, GDRN á­samt hljóm­sveit, Jói Pé & Króli, Ingó Veður­guð, DJ Rikki G auk fjölda annara stíga á stokk á há­tíðinni.

„Við erum mjög á­nægð með valið á lista­mönnum. Þetta er fjöl­breyttur og flottur hópur lista­manna sem mun stíga á svið. Eftir­væntingin er gríðar­leg,“ segir Einar Björns­son, fram­kvæmda­stjóri há­tíðarinnar, í til­kynningu.

Kótelettan er nú haldin í ellefta skipti. Há­tíðin átti að fara fram dagana 11. til 13. júní næst­komandi en í ljósi gildandi sótt­varna­laga var á­kveðið að færa hana aftur um einn mánuð til 9. til 11. júlí þegar, sam­kvæmt á­ætlun stjórn­valda, á að vera búið að af­létta öllum tak­mörkunum innan­lands.

Miða­sala á há­tíðina hefst í dag klukkan 18:00 á www.kot­elettan.is þar sem einnig verður hægt að nálgast nánari upp­lýsingar og dag­skrá há­tíðarinnar í ár.