Páll Óskar Hjálm­týs­son, söngvari, frestar enn á ný 50 ára af­mælis­tón­leikunum sínum sem áttu að fara fram í mars í fyrra. Tón­leikarnir fara nú fram í mars á næsta ári, um tveimur árum seinna.

„Ég mun bara syngja úr mér hjartað fyrir þessa tón­leika­gesti, ný­orðinn 52 ára í eigin fimm­tugs­af­mæli og mun bara gera stólpa­grín að því,“ segir Páll Óskar og er harð­orður í garð þeirra fjölda­tak­marka sem eru í gildi núna og kallar eftir að betur sé tekið til­lit til lista­manna.

„Öllu al­var­legri er sú stað­reynd að 200 manna tak­mörkunin er nokkuð sem ég og mínir kollegar getum ekki lifað með. 500 manna tak­mörk myndu muna miklu,“ segir Páll Óskar og að bransinn sé löngu kominn að þol­mörkum.

Hann kallar eftir því að slakað verði á tak­mörkunum á sitjandi við­burðum, gestir skimaðir eða að fólk þurfi að fram­vísa bólu­setningar­skír­teini.

„Ég er viss að bæði við­burða­haldarar sem og gestir eru til­búnir til að leggja ýmis­legt á sig til að við­burðurinn megi gerast án þess að enda í tapi. 200 manna tak­mörkunin þýðir bara tap fyrir flesta við­burði,“ segir Páll Óskar í til­kynningunni sem má sjá hér að neðan.