Páll Óskar Hjálmtýrsson deildi fyrir skömmu á facebook-síðu sinni mynd sem sýnir skýrt stigagjöf dómnefndar og símakosningu í Eurovison keppninni sem fór fram í gær. Á myndin má sjá þann mikla hlýhug sem íbúar í Evópu bera til Úkraínu um þessum erfiðu tímum í sögu landsins. Niðurstaða símakosninganna var skýr stuðningsyfirlýsing við Úkraínu sem berst nú gegn innrásarliði Pútíns.

Ráðabrugg rússneskra hakkara um að skemma fyrir kosningunum virðist ekki hafa gengið upp og Úkraína vann afgerandi sigur í símakosningunum. Vlodomír Selenskíj hefur lýst því yfir að þjóð hans stefni að því að halda keppnina að ári liðnu í Úkraínu og gekk svo langt að stinga upp á að halda hana í Maríupól, sem liggur í rústum eftir umsátur Rússa.

Á myndinni má sjá að stigagjöf dómnefnda var ekki alveg í takti við vilja langflestra kjósenda, en Úkraína endaði að lokum á því að fá alls 631 stig. Þetta var í þriðja sinn sem Úkraína sigrar Eurovision, fyrst árð 2004 og þar á undan sigraði Úkraína árið 2016.