Lífið

Páll Magnús­son flaug næstum á hausinn í þingsal

Páli Magnús­syni varð fóta­skortur á þingi í dag. Litlu mátti muna að þing­maðurinn stingist beint á höfuðið en við­brögð hans eru góð og betur fór en á horfðist.

Vart má á milli sjá hvort skemmtir sér betur yfir misheppnuðu flugtaki Páls á þingi, hann eða Áslaug Arna sem klippti til myndbandsupptöku af óhappinu.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, freistaðist til þess að brjóta þá siðvenju að ganga ekki á milli ræðustóls og forsetastóls á ferðalagi sínu um þingsalinn. Litlu mátti muna að hann stingist beint á höfuðið eftir að hafa tekið flugið fyrir framan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis.

„Ég var nærri dottinn í þinginu í morgun þegar ég óvart braut þá siðvenju að ganga EKKI milli ræðustóls og forsetastóls á leið um þingsalinn,“ skrifar Páll í léttum dúr á Facebook þar sem hann lætur fylgja með myndband af hrakförunum.

Betur fór þó en á horfðist og miðað við myndbandið sem flokksystir Páls, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, klippti saman eru viðbrögð þingmannsins býsna góð.

„Það trúir því auðvitað enginn en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er óttalegt meinhorn og gleðst gjarnan mikið yfir óförum annarra,“ segir Páll.

„Áslaug klippti til myndband af atvikinu og hefur skemmt sér konunglega yfir því í allan dag og sýnir öllum sem hún hittir. Með svona vini...“

Áslaug Arna svara Páli að bragði og fer hvergi leynt með skemmtanagildi óhappsins.

„Það er ekki annað að sjá á þér að þú sért að skemmta þér konunglega yfir hamförum þínum, hlæjandi hér í þinginu og deilandi þessu á Facebookinu! Að því sögðu er þetta auðvitað alveg kostulegt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Krakkar í Vatna­skógi eru ekki neyddir í sturtu

Lífið

Frægar YouTube stjörnur veðja á Ísland

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Hunger Games stjarna út úr skápnum

Menning

Andið eðli­­­­lega hlaut HBO-á­horf­enda­verð­­­­launin

Lífið

Vinsæl vegasjoppa á tæpar 40 milljónir

Lífið

Eiginkonan kynnti hann fyrir Eurovision

Fólk

Yngsti jóga­kennari landsins lærði á YouTu­be

Menning

Bill Murray skemmtilegur en gat ekki sungið

Auglýsing