Lífið

Palin hellir sér yfir Cohen eftir við­tals­hrekk

Sarah Palin vandar gaman­leikaranum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar eftir nýtt upp­á­tæki þess síðar­nefnda. Boðaði hann Palin í þátt fyrir seríu sem hann fram­leiðir um þessar mundir og hafði hana að fífli í dular­gervi upp­gjafa­her­manns í hjóla­stól. Palin segir Cohen að skammast sín.

Palin er öskureið út í Cohen. Fréttablaðið/Getty

Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaframbjóðandi og ríkisstjóri í Alaska, vandar leikaranum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar eftir uppátæki þess síðarnefnda á dögunum. „Já, við vorum göbbuð. Þú náðir mér, Sacha. Líður þér betur?“ skrifar Palin á Facebook-síðu sína.

Gremju Palin má rekja til þess þegar Cohen fékk Palin í viðtal en hann þóttist þar vera uppgjafahermaður í dramatískri heimildamynd. Þegar Palin settist niður blasti við henni Cohen í dulargervi hermannsins í hjólastól.

„Ég sat í gegnum langt „viðtal“ af svívirðingum og kaldhæðni þar til ég fékk að lokum nóg, fjarlægði hljóðnemann og gekk út - honum til mikilla skaprauna,“ skrifa Palin enn fremur.

Palin hefur nú bæst í hóp þeirra fjölmargra stjórnmálamanna og stórstjarna sem orðið hafa fyrir barðinu á gríni Cohens, en hann hefur til að mynda leikið kasakska fréttamanninn Borat Sagdiyev og Ali G.

„Þú mátt hæðast að stjórnmálamönnum og opinberum einstaklingum eins og þú vilt ef það sefar áhyggjur þínar en EKKI VOGA ÞÉR að gera grín að þeim sem þjónað hafa landi og þjóð. Viðbjóðslegt,“ skrifar Palin öskureið út í Cohen.

Mikil eftirvænting er fyrir þáttum Cohen en hann birti stutta stiklu um daginn. Þar má sjá að honum hefur tekist, með einhverjum óskiljanlegum hætti, að fá Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, að árita búnað sem notaður er til vatnspyndinga (e. waterboarding). Bandaríkjamenn sættu harðri gagnrýni úr alþjóðasamfélaginu fyrir slíkar pyndingar í tengslum við innrásirnar í Írak og Afganistan, þegar George W. Bush var forseti og Cheney hans hægri hönd.

Þættirnir, Who Is America?, verða frumsýndir í Bandaríkjunum á sunnudag og hefur áhorfendum verið lofað taumlausri skemmtun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Vonandi bakar Bjarni fyrir Bo

Lífið

Sex kvik­myndir í bí­gerð um fót­bolta­drengina

Lífið

Varúð - hætta á ástarsorg

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Síðustu heiðar­legu Skálmaldar­tón­leikar ársins

Fólk

Geri ekkert sem ég vil ekki gera

Lífið

Margaret Atwood stödd á Ís­landi

Lífið

Guns N' Roses í Noregi: „Áttu rosa­lega vont kvöld“

Lífið

Liam fyrir­­­gefur Noel og vill endur­lífga Oasis

Menning

Líf og fjör á sam­komu aldar­gamalla full­veldis­barna

Auglýsing