Lífið

Pabbi Meghan undirbýr sig fyrir brúðkaupið

Faðir Meghan Markle og verðandi tengdafaðir Harry prins undirbýr sig af krafti fyrir brúðkaup dóttur sinnar. Hann mun leiða hana inn kirkjugólfið á brúðkaupsdaginn.

Það styttist í stóra daginn, Thomas faðir Meghan undirbýr sig á fullu fyrir hlutverk sitt í brúðkaupinu.

Undirbúningur vegna hjónavígslu Harry prins og unnustu hans Meghan Markle er þessa dagana á lokametrunum, enda styttist í stóra daginn sem er laugardagurinn 19. maí næstkomandi.

Það er ekki bara starfsfólk hirðarinnar sem er á haus við að gera allt klárt, faðir brúðarinnar hinn 73 ára Thomas Markle undirbýr sig af kappi en hann mun leiða dóttur sína upp að altarinu, lengi vel var óvíst hver fengi það hlutverk. Fjölskylda Meghan er sundruð og þar hefur gengið á ýmsu í gegnum tíðina.

Sjá einnig: Óvíst hver leiðir Meghan upp að altarinu

Tvennum sögum fer af samskiptum feðginanna í gegnum tíðina en fréttir herma að þau hafi verið stirð á köflum. Það gildir einu í dag, verkefnið fram undan þarf að leysa með sóma og það undir vökulum augum fjölmiðla.

Nýfædd Meghan Markle í öruggu fangi föður síns, hann mun senn leiða hana upp að altarinu og gefa hana í konunglegt hjónaband. Fréttablaðið/Instagram

Thomas sem er fyrrum ljósamaður og vann lengst af við gerð sjónvarpsþátta hefur sest í helgan stein og býr í Nýju Mexíkó. Lífsmynstur hans er einfalt og laust við allan íburð nokkuð ólíkt því sem býður dóttur hans.

Nýleg heimsókn hans á netkaffihús í nágrannabæ hans vakti athygli fjölmiðla. Þar sást til hans að lesa sér til um væntanlegan tengdason og kynna sér nýjustu fréttir af brúðhjónunum á vefmiðlum. 

Fréttir herma að nettengingin á heimili hans sé í verra lagi og því nýti hann sér netkaffihús til að fylgjast með nýjustu fréttum af dóttur sinni og lífi hennar, en lesa má erlenda frétt um málið hér.

Thomas faðir Meghan Markle er komin á eftirlaun hann býr við einfaldan kost í Nýju Mexíkó. Netsamband á heimili hans er lélegt og hann fer því á netkaffihús til að kynna sér nýjustu fréttir af dóttur sinni. Fréttablaðið/Aðsend

Venju samkvæmt heldur faðir brúðarinnar ræðu við hátíðarborðhaldið og fastlega er gert ráð fyrir að haldið verði í þá hefð. Töluverður spenningur er fyrir ræðunni og frammistöðu tengdaföður prinsins þegar hann ávarpar bresku konungsfjölskylduna fyrir opnum tjöldum fjölmiðla um heim allan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Biður Harry um að hætta við brúðkaupið

Lífið

Kostnaður af lélegri svefnheilsu á við nýtt sjúkrahús

Lífið

Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum

Auglýsing

Nýjast

Skúli Mogen­sen og Gríma Björg á Sálna­safni

Breyting á klukku myndi bæta svefn

Fimm hlutu Fjöru­verð­launin í Höfða

Kitla Ari­önu fyrir nýjasta lagið vekur blendin við­brögð

Gefur vís­bendingar um bar­áttuna gegn Thanos

Eddi­e Murp­hy mætir aftur sem afríski prinsinn

Auglýsing