Frá þessu var greint í Stafangri í Nor­egi seinnipartinn í dag. En nýr leiðar­vís­ir Michel­in fyr­ir Norður­lönd­in var til­kynnt­ur með formlegum hætti í Stafangri í dag.

Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur og Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi og einn eigenda ÓX tóku við viðurkenningunni fyrir hönd veitingastaðarins á hátíðlegri athöfn. Nú hafa allir staðirnir sem bætast í flóru Michelin-stjörnustaða á Norðurlöndunum með eina stjörnu.

Nú eru því tveir veit­ingastaðir á Íslandi með hina eft­ir­sóttu Michel­in-stjörnu en auk Óx, er staður­inn Dill einnig með stjörnu sem er einstakur áfangi fyrir íslenska veitingahúsamenningu.

Óx hef­ur und­an­far­in ár verið á sér­stök­um lista yfir veit­ingastaði sem Michel­in mæl­ir með á Norður­lönd­un­um. Matarvefur Fréttablaðsins óskar þeim hjartanlega til hamingju.