Fót­bolta­goð­sögnin Michael Owen er farinn í frí. Það væri ekki í frá­sögur færandi ef ekki væri fyrir þá stað­reynd að hann á enn eftir að hitta nýja tengda­son sinn, Love Is­land keppandann Luca Bish.

Breska götu­blaðið The Sun lætur þess getið að Michael eigi enn eftir að hitta kærasta dóttur sinnar, hinnar ní­tján ára gömlu Gemmu Owen. Hún hafi komið heim til Bret­lands í síðustu viku eftir tveggja mánaða fjar­veru í Love Is­land villunni á Mall­or­ca.

Að­dá­endur höfðu þegar veitt því eftir­tekt að Michael var hvergi sjáan­legur þegar fjöl­skylda Gemmu mætti í heim­sókn í einum af síðustu þáttunum af nýju Love Is­land seríunni sem nú er lokið. Þá var hann ekki heldur til staðar þegar fjölskyldur tóku á móti keppendum á flugvellinum við heimkomu í Bretlandi.

Á sam­fé­lags­miðlum Michael má nú sjá að hann hefur yfir­gefið Bret­land fyrir sól­skins­stundir. „Nokkrir dagar í sólinni,“ skrifar fót­bolta­kappinn fyrr­verandi við mynd sem hann birti á sam­fé­lags­miðlum. Á meðan birti Luca mynd af Gemmu upp í rúmi.

Breska götu­blaðið segir að að­dá­endur séu full­vissir um að Owen sé ekkert yfir sig hrifinn af Luca. Þannig hafi Michael ekki enn byrjað að fylgja Luca á sam­fé­lags­miðlum og eftir því hefur verið tekið.

Þúsundir at­huga­semda undir myndum Michael á Insta­gram snúa allar að Luca. „Ætlarðu ekkert að hitta hann?“ spyr einn fylgj­enda Michael á meðan annar skrifar: „Þú ert ekki að­dáandi Luca er það nokkuð?“