Bækur

Í hjarta mínu

**

Höfundur: Ólíver Þorsteinsson

Útgefandi: Leó bókaútgáfa

Fjöldi síðna: 238

Í hjarta mínu er ný skáld­saga eftir Ólí­ver Þor­steins­son þar sem hann fjallar um erfið og þung mál ungs karl­manns, sem Ólí­ver hefur sjálfur sagt að byggi á eigin reynslu. Aðal­per­sónan, Ómar, er þung­lyndur og í sjálfs­morðs­hug­leiðingum en bókin fjallar öll um glímu hans við sjálfan sig og erfitt bata­ferli hans.

Bókin er afar eins­leit og fjallar að­eins um þetta eina við­fangs­efni; djúpt þung­lyndi Ómars. Bókin hefst á því að hann til­kynnir syst­kinum sínum um á­form sín um að binda endi á líf sitt en með hjálp bróður síns kemst hann til sál­fræðings, sem semur við hann um að hann klári lista yfir verk­efni og á­skoranir áður en hann taki endan­lega á­kvörðun um sjálfs­morðið. Sagan rekur svo til­raunir Ómars til að klára þessi verk­efni.

Um­fjöllunar­efnið verður fljótt ansi þreytandi og það verður ó­neitan­lega lýjandi að lesa frá­sögnina, sem er öll sögð í gegnum hugsanir Ólí­vers, sem er sem fyrr segir djúpt sokkinn í niður­drepandi hug­leiðingar um lífið og sjálfan sig. Slík frá­sögn ætti þó ef­laust að geta hjálpað ein­hverjum sem hefur tekist á við svipuð veikindi eða að­stand­endum þeirra.

Margt hefði þó mátt fara mun betur hér. Við­fangs­efnið er auð­vitað mikil­vægt og beinar frá­sagnir og lýsingar þeirra sem hafa glímt við and­leg veikindi eru þarfar svo aðrir geti gert sér al­menni­lega grein fyrir reynslu þeirra. Bókina hefði þó mátt vanda betur, byggja meira í kringum söguna og per­sónur hennar, sem voru flestar frekar ein­faldar og að­eins sýndar í sam­hengi við á­hrif þeirra á líf Ómars.

Textinn sjálfur er ekki sér­lega lipur og má jafn­vel velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið lesið yfir ein­staka kafla hennar sem eru margir hverjir morandi í mál- og staf­setningar­villum. Höfundur hefði þurft að vanda betur til verks, bæði þegar kom að textanum og frá­sögninni sjálfri.

Niðurstaða: Þung frá­sögn af and­legum veikindum manns sögð frá hans sjónar­horni. Söguna og textann hefði mátt vanda betur.