Bækur
Elítur og valda­kerfi á Ís­landi
Gunnar Helgi Kristins­son
Út­gefandi: Há­skóla­út­gáfan
Fjöldi síðna: 182

Út er komin bók eftir Gunnar Helga Kristins­son, Elítur og valda­kerfi á Ís­landi. Bókin varpar ljósi á þróun valda­kerfa á Ís­landi frá ní­tjándu öld og fram á okkar daga.
Fjöl­margir stjórn­mála­menn hafa sprottið fram undan­farið sem tönnlast á því að kerfin séu spillt og fá­menn elíta sitji við kjöt­katlana. Oft hafa þeir fengið fram­gang, gjarnan með digrum til­vitnunum í stór­huga byltingar­sinna líkt og Karl Marx. Í inn­gangi bókarinnar segir að á öld popúl­ismans séu elítur hinn nýi ó­vinur al­þýðunnar. En er verið að brugga al­menningi laun­ráð? Hinum hreina og ó­spillta al­menningi?
Gunnar Helgi tekst á við margar á­huga­verðar spurningar í bókinni. Hann bendir meðal annars á að elítu­væðing og spilling hafi verið lagðar að jöfnu. Slíkar hug­myndir eigi greiðan að­gang að hjörtum kjós­enda. Með elítu sé átt við fá­menna hópa sem ráði yfir mikil­vægum björgum. Í krafti þeirra verði á­hrif elítunnar mikil.

Höfundur telur að elítur séu ó­hjá­kvæmi­legar og skoðar hvers vegna upp­bygging elítu­kerfa sé mis­munandi. Hvaða kostir og gallar fylgi mis­munandi elítu­kerfum. Að­ferða­fræðin við vinnslu bókarinnar byggir á svo­kallaðri til­viks­rann­sókn.

Elítur og valda­kerfi er læsi­legt rit og að­gengi­legt. Það þjónar ekki ein­göngu til­gangi sínum sem greinandi fræði­rit heldur ætti á­huga­fólk um sam­fé­lag, völd og stjórn­völd í hópi al­mennings að fá sitt­hvað fyrir peninginn. Ekki síst fannst mér á­huga­verð sú nálgun að skipta valda­kerfi síðari ára í tíma­röð upp í hefð­bundinn elít­isma í krafti ættar­banda og þjóð­fé­lags­stöðu, þar sem að­greining þeirra sem nutu og þeirrar sem ekki nutu var skýr með em­bættis­manna­kerfinu í aðal­hlut­verki. Síðan hafi komið tíma­skeið sem höfundur kallar sam­keppnis­elít­isma þar sem stjórn­mála­flokkar, ná­tengdir efna­hags­lífinu, kepptu um völd á 20. öldinni. Á 21. öldinni eftir hrun hafi svo orðið til marg­ræði, en þó með slag­síðu. Lykil­hópar í pólitík og efna­hags­lífi gegni enn stóru hlut­verki.

Í niður­stöðu­kafla segir: „Marg­ræði er hvorki drauma­sam­fé­lag ný­frjáls­hyggjunnar né jafnaðar­stefnunnar. Í marg­ræðis­kerfi ríkir hvorki ó­heftur markaðu né jöfnuður og raunar ein­kennist ís­lenska marg­ræðis­kerfið af marg­háttaðri slag­síðu. Á hinn bóginn er í því borin meiri virðing en áður fyrir fag­legum vinnu­brögðum, ó­hlut­drægri beitingu ríkis­valds og grunn­þáttum réttar­ríkisins.“

Niður­staða: Að­gengi­legt og fróð­legt rit sem á erindi við sam­tímann.