Vil­hjálmur Breta­prins greinir frá því í nýrri heimildar­mynd að hann kvíði því á á­kveðnum tíma­punktum að tala opin­ber­lega en hann deilir með á­horf­endum ó­venju­legu ráði til að sigrast á þeim kvíða.

Heimildar­myndin sem um ræðir ber nafnið Foot­ball, Prince Willi­am and Our Mental Health og fjallar um and­lega heilsu karl­manna og fót­bolta en heimildar­myndin verður frum­sýnd á BBC í næstu viku. Í stiklu úr myndinni má sjá prinsinn svara því hvort hann finni fyrir kvíða yfir því að vera stans­laust í sviðs­ljósinu.

Meðvitaður um að hann væri í sviðsljósinu

„Suma daga, sumar ræður sér­stak­lega líka, þegar ég var að alast upp þá upp­lifði ég vissu­lega mikinn kvíða í kringum það,“ segir Vil­hjálmur og bætir við að hann hafi alltaf verið mjög með­vitaður að fólk væri að fylgjast með honum tala.

Það er þá sem hann greinir frá því að það sem hafi hjálpað honum við að komast yfir óttann hafi verið að nota ekki linsur. „Sjónin mín fór að versna ör­lítið þegar ég var að eldast og ég notaði ekki linsur þegar ég var að vinna,“ segir hann.

„Þannig að þegar ég var að flytja ræður þá sá ég ekki and­litin á neinum,“ bætti hann við en í dag notar hann linsur dag­lega.