Ó­hætt er að segja að sam­loka sem tón­listar­maðurinn Daði Freyr gerði sér á dögunum og birti mynd­band af á TikTok og á Twitter hafi vakið heims­at­hygli. Sam­lokan er enda ansi ó­venju­leg eins og sést í mynd­bandinu hér að neðan.

Þar sést tón­listar­maðurinn heims­frægi skella vatns­melónu á milli brauð­sneiðanna tveggja. Fyrsti net­verjinn sem skrifar um­mæli við færsluna, spyr ein­fald­lega: „Er þetta einu sinni gott?“

Daði var ekki lengi að svara: „Nei, í raun og veru ekki, til þess að vera hrein­skilinn.“