Dagurinn í dag hefur skartað sínu fegursta, þvílík vetrardýrð og hafa margir eflaust nýtt tækifærið og leikið sér í snjónum.

Móttökunefndin við sýnatökuna á Suðurlandsbraut í dag hefur sennilega komið mörgum skemmtilega á óvart en þar tók Snæfinnur sýnatökukall á móti gestum.

Ef það væru ekki takmarkanir hefði snjókallinn mögulega knúsað landann.
Fréttablaðið/Lovísa Arnardóttir

Snæfinnur sýnatökukall var vel búinn hlífðarfatnaði og nokkuð ljóst að hann ætlaði sannarlega ekki að smitast í dag.