Lífið

Ó­væntur skyld­leiki drap ástina hjá Jónu og Gunnari

Erlendur ferðabloggari fjallar um brostnar ástir skyldmenna á Íslandi.

Jóna segist vera góður vinur fyrrverandi kærasta og núverandi frænda síns

Bloggarinn Nusei Yassin tók snúning á þröngu genamengi og einsleitni íslensku þjóðarinnar í Íslandsheimsókn sinni og birti í byrjun vikunnar hressilegt spjall við Íslendingana Jónu Dóru Hólmarsdóttur og Gunnar Geir Gunnlaugsson sem ákváðu að slíta ástarsambandi sínu þegar þau komust að því að þau eru náskyld.

Sjá einnig: Dregur upp glansmynd af Íslandi

Yassin er í heimsreisu, og birtir mínútulöng myndbönd á hverjum degi frá ferðalögum sínum. „Ég lánaði honum drónann minn til að taka upp skot við Hallgrímskirkju, og við spjölluðum saman um Ísland og Íslendinga,“ segir Jóna í samtali við Fréttablaðið.

Hún segist hafa sagt Yassin frá því að hún og þáverandi kærasti hennar hafi ákveðið að hætta saman eftir að þau komust að helst til nánum ættartengslum þeirra. „Og við töluðum um þessa reynslu mína út frá því,“ segir Jóna.

„Við erum skyld í fjórða ættlið og komumst bara að því á Íslendingabók. Við sögðum samt engum frá þessu þá,“ segir Jóna, og bætir við að hún hafi verið sextán ára þegar samband hennar og Gunnars stóð yfir.

„Ég flutti til útlanda og þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu þar, en eftir að ég flutti til Íslands passaði ég upp á að fletta upp í Íslendingabók. Ég gerði það allavega með núverandi kærastanum mínum,“ segir Jóna, og áréttar að hún og núverandi séu aðeins skyld í áttunda ættlið.

Kærasti Jónu, Óskar Axel Óskarsson, gerði garðinn frægan fyrir nokkrum árum sem rappari og tónlistarmaður. Jóna segist hafa ýmislegt á prjónunum en hún er meðal annars aðstoðarþjálfari hjá Dale Carnagie og tekur þátt í Miss Universe á Íslandi, og starfar við fasteignarráðgjöf fyrir fasteignir á Spáni og Kýpur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Lífið

Ellý: Ein­hver í Seðla­bankanum þarf rassskell

Lífið

Rúnar filmaði fæðingu ó­­­kunnugrar konu

Auglýsing

Nýjast

Viðkvæmnin „komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Næring+ nýr drykkur frá MS

Partýbollur sem bregðast ekki

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Auglýsing