Kálfurinn Jökull og kettlingurinn Oreo láta fara vel um sig á bænum Læk í Flóahreppi. „Þetta er bara lífið í sveitinni,” segir Margrét Drífa Guðmundsdóttir á Læk, þar sem alvanalegt að kýr og kettir uni sér vel saman.

„Við vorum með þrjá kettlinga um daginn og Oreo var sá síðasti.” segir Margrét. Hún segir kettina á bænum oft vera innan um um kýrnar á staðnum og allir uni sér vel saman, eins og þessar myndir bera með sér.

Á Læk er mjólkurframleiðsla og þar eru líka hestar, hænur, kettir og hundur og sjálf eiga Margrét og Ágúst Guðjónsson fimm börn.