Kourtney Kardashian og Travis Barker gengu í það heilaga í lítilli kapellu í Las Vegas aðfaranótt mánudags. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu.

Í fréttinni kemur fram að Kourtney og Travis hafi farið saman eftir Grammy-verðlaunahátíðina og látið pússa sig saman. Þau trúlofuðu sig í október síðastliðnum eftir níu mánaða samband og bjuggust væntanlega flestir við því að turtilúfurnar myndu ganga í hjónaband með örlítið meira tilstandi.

Heimildir TMZ herma að Elvis Presly eftirherma hafi séð um athöfnina og fólk á þeirra vegum hafi tekið af þeim myndir.

Í umfjöllun TMZ kemur fram að Kourtney, sem er 42 ára, og Barker, sem er 46 ára, ætli að halda stóra veislu við betra tækifæri þar sem allar helstu stjörnur Hollywood verða samankomnar.