Anna Karen Sigurðardóttir listakona og tveggja barna móðir hefur vakið mikla lukku á samfélagsmiðlinum Tiktok með bráðfyndnu myndband sem hefur fengið yfir 37 þúsund áhorf.

Í myndbandinu lét hún Ottó Gunnarsson kvikmyndagerðarmann og eiginmann sinn prófa tæki sem líkir eftir hríðum eða túrverkjum.

Tæki hafði hún keypt á Amazon í fyrra, en fannst ekki fyrr en nýlega,segir Anna í samtali við K100 og upplýsir að Ottó hafi líklega falið tækið þar sem hann grunaði hvað væri í vændum.

„Andaðu bara, Þetta voru bara svona túrverkir, “segir Anna. Svarar Ottó hvort hún haldi að þetta að það trikk virki á hann, „þó það hafi virkað á þig,“ segir Ottó í kvölum yfir verkjunum og nær Anna varla að halda sér uppi vegna hláturs.

Næst ætli Anna að klípa í geirvörturnar á Ottó honum til mikillar undrunar, „brjóstagjöfin maður,“ segir hún og hlær.

Fjórir til fimm í útvíkkun

Tækið sé með 25 stillingar svo verkirnir ættu að vera sambærilegir hríðum þegar þeir myndu ná því, Ottó hafi hins vegar náð upp í 21. „Ég náði honum mest í 21 og þá dó hann næstum því,“ segir Anna og hló í samtali við K100.

Verkirnir ættu að vera afar líkir hríðarverkjum ef það væri tengt neðarlega við magann og bakið. Hann hafi náð upp í fjóra til fimm í útvíkkun, og gefist upp þar.

„Mér finnst svo mikið vera mikið um það núna að karlmenn eða strákar eru að kynna sér svona kvennavörur. Tíðavörur og alls konar. En ég gerði þetta aðallega því ég er kvikindi og mér finnst þetta fyndið,“ segir Anna Karen.

Anna Karen er afar virk á samfélagsmiðunum Instagram og á TikTok , þar sem hún deilir ýmsu gríni og skemmtilegheitum.

@annakarensig @ottogunn fékk smá túrverki/hríðir í kvöld. Held hann hafi komist í kannski 4 í útvíkkun. #tensmachine #periodcramps #fyrirþig #mammaspamma #fyp ♬ original sound - Anna Karen Sigurðard