Þetta er í fjórða skipti sem efnt er til fjáröflunaruppákomu fyrir rannsóknir á brjóstakrabbameini á New York Fashion Week en í fyrsta skipti sem Íslendingar koma þar að.

Rúmlega 30 konur stigu fram og sýndu örin sem þær bera eftir baráttu sína við brjóstakrabbamein. Þar á meðal voru mæðgurnar Molly Weingarten og Debroah Spitalnik sem greindust með meinið með 25 ára millibili. Þegar Anna ræddi við Molly sagðist hún taka þátt og til þess að mótmæla „mýtunni um að hugrekki þýði að við eigum að fela ótta okkar við brjóstakrabbamein. Allar okkar áhyggjur eiga rétt á sér, allt frá því að deyja eða missa hárið!“

Þar á meðal voru mæðgurnar Molly Weingarten og Deborah Spitalnik sem greindust með meinið með 25 ára millibili. Þegar Anna ræddi við Molly sagðist hún taka þátt til þess að mótmæla „mýtunni um að hugrekki þýði að við eigum að fela ótta okkar við brjóstakrabbamein. Allar okkar áhyggjur eiga rétt á sér, allt frá því að deyja eða missa hárið!“

Anna segir það hafa verið bæði áhrifaríkt og tilfinningaþrungið að fylgjast með konunum undirbúa sig og ræða við þær áður en þær stigu á tískupallana. „Við urðum vitni að þeirra djúpu tengslum, samskiptum þeirra sem einkennast af skilningi og virðingu. Þátttakan í þessu verkefni sýndi svo greinilega hversu djúpstæð áhrif þessi reynsla hefur haft á þær.“

Debroah, móðir Mollyjar, sagði erfiðara að fylgjast með baráttu dótturinnar en að fá krabba sjálf. MYND/ KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
Anna og Steinun segja það hafa haft djúpstæð áhrif á þær að fylgjast með hetjunum sem tóku þátt í sýningunni. MYND/ KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
Regina Rosewater sýnir stolt örin flöt. MYND/ KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
Einn skipuleggjenda, Beth Fairchild, BRCA-arfberi með fjórða stigs krabbamein og Dana Donofree hjá AnaOno sem styrkir viðburðinn. Eftir að hún greindist fór hún að hanna brjóstahaldara fyrir konur sem hafa farið í aðgerðir. MYND/ KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR