Frá því að leikarinn Alec Baldwins skaut kvik­mynda­töku­konuna Halyna Hutchins til bana og særði leik­stjóran Joel Souza við gerð kvik­myndarinnar Rust 21. októ­ber hafa margar sögur af á­standinu á töku­stað ratað í fjöl­miðla. Nú hefur fyrrum starfs­maður í töku­liði stigið fram og segir að hann hafi „aldrei staðið jafn nærri dauðanum“ og við gerð hennar.

Lane Luper var aðal­töku­maður kvik­myndarinnar en sagði starfi sínu lausu degi fyrir bana­skotið. Sky News hefur undir höndum upp­sagnar­bréf hans þar sem hann viðrar á­hyggjur sínar af öryggi á töku­stað og vel­ferð tökuliðsins sem hann sagði á­stæður upp­sagnarinnar.

Bréfið sendi hann í tölvu­­pósti til Row Walters, fram­­leiðslu­­stjóra kvik­­mynda­tökuliðsins.

„Við tökur á skot­bar­­dögum var oft hroð­­virknis­­legt vinnu­lag“, segir þar meðal annars. Luper bendir á að tvisvar hefði verið hleypt af skotum við tökur hennar af slys­­förum og einu sinni hefðu sprengjur sem notaðar voru við tækni­­brellur sprungið fyrir mis­tök, einungis nokkrum dögum áður en Hutchins lést.

„Svo það sé á hreinu eru ENGIR öryggis­fundir þessa dagana. Ekki hafa verið gefna NEINAR skýringar á því við hverju skal búast í þessum senum“, segir enn fremur í bréfinu.

Halyna Hutchins (lengst til vinstri) og Lane Luper (lengst til hægri) á­samt sam­starfs­fólki.
Mynd/Úr einkasafni

Luper segist stíga fram nú svo það komi skýrt að dauði Hutchins væri af völdum sparnaðar við gerð myndarinnar og lítillar á­herslu á öryggis­mál.

„Komast hefði mátt hjá dauða Hutchins með því að fylgja þeim öryggis­reglum sem gilt hafa í kvik­mynda­iðnaði í bók­staf­lega ára­tugi,“ segir hann við Sky News. „Mér hefur aldrei liðið jafn ó­öruggum á töku­stað eða utan. Ég hef aldrei óttast jafn mikið um líf mitt á setti eða á leiðinni heim, ég var svo úr­vinda.“

Að mati Luper settu fram­leið­endur, þar á meðal Baldwin, hagnað fram yfir öruggi og vel­ferð tökuliðsins. Töku­liðið lagði hart að sér en ég held að það hafi ekki endi­lega notið virðingar fram­leið­enda. Töku­staðurinn var ekki öruggur ein­fald­lega af þeim sökum að þeir höfðu ekki bol­magn til að fylgja öryggis­reglum bransans.“

Baldwin hefur sjálfur sagt að tökurnar hafi gengið vel og töku­liðið starfað sem ein heild. Því er Luper ekki sam­mála og segir svo hafi alls ekki verið.

„Við vissum ekki hvað var í gangi á þessum tíma. Það voru engar æfingar, engir öryggis­fundir til að út­skýra hvert næsta skot væri, sem er einnig skil­yrði fyrir því að skot­vopn séu notuð.“

Banda­ríski leikarinn Dwa­yne John­son, betur þekktur sem Rock, sagði í gær að al­vöru skot­vopn yrðu ekki notuð framar við tökum á kvik­myndum sem hann á hlut að.