X Factor stjarnan Katie Waissel er skilin, útskrifuð úr einkaþjálfaranámi og komin í frábært form, líkt og fyrir og eftir myndirnar sem hún deildi á Instagram í dag sýna glögglega.

Katie er rúmlega þrítug og einstæð móðir. Hún segist hafa gjörbreytt líkama sínum eftir barnsburð með því að fara í ræktina fjórum sinnum í vikum og borða heilsusamlegan og „hreinan” mat, það er að segja með því að sneiða frá unnri matvöru.

View this post on Instagram

It Feels So Good To Be Me Again - In the wake of everything that’s happening emotionally today, I thought I would share the positives in just how hard I have worked to re-find myself; not only emotionally but physically too! These pictures are captured 10 months apart and it’s wild to see that by training 3/4 times a week and eating clean, results can happen! After qualifying for my UK personal training certification, and specialization in pre and post natal, it helped immensely to have the understanding of my body’s limitations after giving birth, and how to carefully navigate the wonderful ailments that came along with the beauty that is post partum. As a single mother, raising Hudson alone, and busting my ass trying to find my way since my move back to London, I honestly thought that this transformation would be impossible! But what I would like you guys to take from this, is that there is always time, everyone starts at the beginning, it’s ok to give up sometimes as long as you find your way back, and that a lifestyle change doesn’t happen over night, it’s a forever thing that takes accountability and commitment. As Hudson grows heavier, the stronger I need to be and that is the beauty of #functionalfitness ! New beginnings don’t just have to start on a Monday, or on the 1st of a month or a year. Every day is a new day for a new start! Happy Saturday! Find your strength! #motivation #transformation #weightloss #muscle #gains #functionalfitness #hiit #momswholift #strongmom #fitmom #dedication #postpartum #nasm #cpt #nutrition #inner #strength #emotional #wegotthis #singlemom #solomama #mamabear #findyourfire #beinspired #kickass #momsthatworkout #fitmum #fitmumlife #mumswholift @nasm_fitness @premierglobalnasm @boditrax @davidlloydbushey @davidlloyduk @myzonemoves

A post shared by Katie Waissel (@katiewaisselofficial) on

„Það er svo gott að vera orðin ég sjálf á ný. Í ljósi alls þess sem hefur dunið á, fannst mér mikilvægt að deila því jákvæða með ykkur. Hversu mikið ég hef lagt á mig til þess að finna sjálfa mig á ný, ekki bara andlega heldur líkamlega.

Þessar myndir eru teknar með tíu mánaða millibili og það er hreint ótrúlegt að sjá að með því að æfa þrisvar til fjórum sinnum í viku og að borða hreina fæðu geta ótrúlegustu hlutir gerst.”

Katie skildi við Andy Speer, einkaþjálfara, í september á síðasta ári, minna en tveimur mánuðum eftir að sonur þeirra fæddist.

Hún flutti þá aftur til London frá New York, svo hún gæti verið nær fjölskyldu sinni en Katie útskrifaðist nýlega sem einkaþjálfari.

„Ég útskrifaðist sem einkaþjálfari og sérhæfi mig í æfingum fyrir og eftir barnsburð. Það hjálpaði gríðarlega að hafa skilning á því hvernig líkaminn breytist eftir barnsburð,” segir hún meðal annars í færslu sinni við myndirnar.

„En það sem ég vil að þið lærið af þessu er að það er alltaf tími. Allir byrja á byrjunarreit. Það er allt í lagi að gefast stundum upp, ef þú stendur aftur upp. Lífsstílsbreyting verður aldrei á einni nóttu.”