Fast­eigna­markaðurinn kynnir til sölu virki­lega glæsi­legt, vandað og vel stað­sett 517,0 fer­metra ein­býlis­hús á tveimur hæðum á 1.222 fer­metra eignar­lóð með sjávar­út­sýni á Arnar­nesinu.

Hér er um að ræða virki­lega vel byggt og vandað hús í alla staði með sér­smíðuðum inn­réttingum, aukinni loft­hæð á báðum hæðum, mjög stórum flísa­lögðum bíl­skúr, extra háum inni­hurðum, fal­legum listum í loftum og extra háum hvítum gólf­listum.

Húsið að utan er í góðu á­standi og var allt málað að utan árið 2019, þ.m.t. þakkantur og gluggar. Að innan er eignin virki­lega vönduð með sér­smíðuðum inn­réttingum, ný­legu eld­húsi og tækjum.

Lóðin sem er eignar­lóð er 1.222 fer­metrar að stærð, af­girt að miklu leiti og snýr að mestu til suðurs þar sem eru tyrfðar flatir, malar­beð og stór og skjól­sæl viðar­verönd. Fram­lóð hússins sem snýr til norðurs er með mjög stórri bomanite steyptri inn­keyrslu og stéttum með hita­lögnum undir, tyrfðri flöt og malar­beðum. Fal­leg lýsing er á lóð og á húsi, bæði á veggjum og í þakkanti.

Stað­setning eignarinnar er virki­lega góð á ró­legum og eftir­sóttum stað og frá eigninni nýtur mjög fal­legs út­sýnis út á sjóinn, að Snæ­fells­jökli, Esjunni og víðar.

Hér er hægt að skoða fasteignina.

Mynd/Fasteignaljósmyndir.is
Mynd/Fasteignaljósmyndir.is
Mynd/Fasteignaljósmyndir.is
Mynd/Fasteignamarkaðurinn
Mynd/Fasteignaljósmyndir.is
Mynd/Fasteignaljósmyndir.is
Mynd/Fasteignaljósmyndir.is
Mynd/Fasteignaljósmyndir.is
Mynd/Fasteignaljósmyndir.is