Jóhannes Már Sigurðar­son fangaði ó­rú­legt mynd­band á dróna af einni dýrustu snekkju í heimi sem nú hefur verið á Akur­eyri í viku. Sjá má mynd­bandið hér að neðan.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá er snekkjan í eigu rúss­neskja við­­skipta­jöfursins Andrey Melnit­­sén­kó.

Skútan er skráð á Ber­m­úd­a­eyj­um. Hún er tal­in stærst­a segl­skút­a í eink­a­eig­u sem knú­in er jafn­­­framt með mót­or. Snekkjan er 142 metra löng og möstrin eru um hundrað metrar á hæð.

Snekkj­an var af­hent eig­and­a sín­um árið 2017. Hún var smíð­uð af þýsk­u skip­a­­­smíð­a­­­stöð­inn­i Kob­iskr­ug í Kiel. Ytra borð henn­ar er hann­að af Do­el­ker + Vog­es, fransk­a art­i­­­tekt­in­um Jacq­u­es Garc­i­a og hin­um fræg­a fransk­a hönn­uð­i Phil­ipp­e Starck, sem einn­ig hann­að­i fleyið að inn­an.