Snjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur glatt unga sem aldna í dag. Veðrið var afskaplega fallegt og borgin skartaði sínu fegursta í vetrardýrðinni.

Íbúar í íbúasamtökunum Betra Breiðholt á Facebook vöktu athygli á fallegri snjókonu sem hafði verið búin til og vildu forvitnir vita hvaða listamenn stæðu þar að baki.

Snjókonan hefur vakið skemmtileg viðbrögð á samfélagsmiðlinum.

Ansi skemmtileg vetrarkona í Breiðholti.
Mynd/Skjáskot af Facebook

Snjókonan var ekki sú eina sem vakti lukku í dag en Snæfinnur sýnatökukall stóð vaktina á Suðurlandsbraut í dag.