For­sætis­ráð­herra Kanada, Justin Tru­deau, tók sér góðar tuttugu sekúndur í að finna réttu orðin til að svara spurningu blaða­manna um mót­mælin í Banda­ríkjunum og við­brögð Donald Trump.

Þetta vakti at­hygli net­verja sem birtu um það færslur á Twitter sem sjá má hér að neðan. Líkt og al­þjóð hefur fylgst með, hafa undan­farna átta daga verið fjöl­menn mót­mæli auk ó­eirða víða um Banda­ríkin eftir dauða Geor­ge Floyd.

Eftir þögnina tók for­sætis­ráð­herrann sig þó til og veitti inn­sýn inn í eigin hugar­heim.

„Við fylgjumst öll með því sem er að gerast í Banda­ríkjunum af undrun og skelfingu. Þetta er tími til að sam­eina fólk en þetta er líka tími til að hlusta, til að skilja hvaða ó­rétt­læti lifir þrátt fyrir þann árangur sem hefur náðst undan­farin ár og ára­tugi.“