Lífið

Ostakörfur og gjafabréf sem gleðja

Gómsætar tækifæris- og jólagjafir til starfsmanna og viðskiptavina. MS býður upp á fjölbreytt og girnilegt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Kristín Ýr Bjarnadóttir hefur yfirumsjón með ostakörfugerðinni hjá MS.

Ostar eru frábærir í tækifæris- og jólagjafir og sívinsælir á veisluborðið. Falleg gjafa­karfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna. MS býður upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar fást í ýmsum stærðum og gerðum. „Í öllum körfunum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki, t.d. Camembert og Kastali og þeim fjölgar eftir því sem körfurnar stækka,“ segir Kristín Ýr Bjarnadóttir sem hefur yfirumsjón með ostakörfugerðinni. „Stærri og veglegri körfurnar innihalda enn fremur aðra bragðgóða osta eins og Auði, Gullost og Óðals-Tind, ásamt kjöti og sælgæti og er óhætt að segja að þær hafi verið mjög vinsælar hjá íslenskum fyrirtækjum undanfarin ár.“

Kristín bendir á sérstaka nýjung sem fyrst var boðið upp á í fyrra en um er að ræða ostakörfugjafabréf sem gerir fyrirtækjum og almenningi kleift að gefa körfur sem viðtakendur geta svo pantað og sótt þegar þeim hentar, hvort sem er fyrir eða eftir jól. „Gjafabréfunum hefur verið vel tekið,“ segir Kristín, „enda hafa viðskiptavinir okkar þá val um það hvenær þeir vilja gæða sér á ostaveislunni sinni.“

Til viðbótar er hægt að bæta við lítilli hnífaöskju, sem inniheldur tvo fallega ostahnífa, í allar körfur. Sölumenn MS eru boðnir og búnir við að aðstoða viðskiptavini sína við val á körfum og þá er einnig hægt að setja saman sínar eigin körfur. „Við höfum það að leiðarljósi að í öllum körfunum, óháð stærð þeirra, er hugað sérstaklega vel að því að úrval osta og meðlætis sé fjölbreytt og að ostarnir parist vel saman á ostabakka,“ segir Kristín að lokum og bendir áhugasömum á vef MS, ms.is, en sérstakur jólakörfuvefur verður opnaður þar þegar nær dregur jólum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Saga sem er eins og lífið sjálft

Menning

Ástir og ör­lög taka völdin hjá Barokk­bandinu Brák

Lífið

Ópera fyrir börn um tíma og plast

Auglýsing

Nýjast

Aftur til framtíðar

Maður verður að vera sæmilegur til samviskunnar

Ópera um alla Reykjavík

Rannsakar eigin rödd betur

And­stæðurnar spennandi – að elska og hata á sama tíma

Skrásetur stundir í Kling og Bang

Auglýsing