Fóstur­missir Meg­han Mark­le og Harry Breta­prins þjappaði konungs­fjöl­skyldunni saman í sorginni í sumar. Þetta full­yrðir heimildar­maður banda­ríska slúður­miðilsins US We­ekly sem segir Karl Breta­prins hafa reynst parinu vel.

Líkt og fram hefur komið varð fjöl­skyldan unga, þau Meg­han, Harry og Archie fyrir á­fallinu í sumar. Hún greindi frá tíðindunum í ein­lægri grein sem birtist í New York Times á dögunum.

Í Us We­ekly kemur fram að breska konungs­fjöl­skyldan hafi staðið þétt að baki hjónunum í sorginni. Sjálf hefur konungs­fjöl­skyldan tekið fram í til­kynningu að ekkert opin­ber­lega verði haft eftir henni vegna málsins, enda um afar per­sónu­legt mál að ræða.

„Karl hefur stutt dyggi­lega við bakið á Harry og Meg­han á þessum sorgar­tímum. Það er mikil sorg í konungs­fjöl­skyldunni fyrir þau Harry og Meg­han,“ segir heimildar­maðurinn banda­ríska miðlinum en hann er sagður innan­búðar­maður í fjöl­skyldunni.