Smáauglýsingar Bændablaðsins vekja tíðum athygli og háttar svo til um auglýsingu sem birtist í Bændablaðinu í dag.

Þar auglýsir kona eftir gerðarlegum bónda. Sjálf er hún kampakát ef marka má uppgefið netfang þar sem áhugasamir gerðarlegir íslenskir bændur geta látið á lán sitt reyna.