Alanna Za­bel fyrr­verandi jóga­kennari tón­listar­mannsins Adam Levine sakar hann um að hafa sent henni dóna­leg skila­boð og komið fram við hana af van­virðingu eftir að hún krafðist skýringa á fyrrnefndum skilaboðum.

Levine á að hafa sagt við Za­bel að hann óskaði sér að eyða deginum með henni naktri og að hafa montað sig að því við vini sína að hún væri með flottasta rassinn í bænum.

Í viðtali við miðilinn Daily Mail tekur Za­bel fram að hún hafi ekki átt í ástar­sam­bandi við Levine en að þau hafi verið góðir vinir eftir að hafa unnið saman um nokkurra ára skeið.

Zabel segir frá því þegar hún átti í ástarsambandi við fyrrverandi kærastann sinn sem var ofbeldisfullur hafi Levine snúið við henni bakinu og lokað á hana

„Levine vissi hvað ég var að ganga í gegnum með fyrr­verandi kærastanum mínum. Í stað þess að svara skila­boðum frá mér lokaði hann á mig,“ segir hún. „Vinir koma ekki fram við hvor annan eins og rusl, þannig kom hann fram við mig.“

Vin­sæll kennari meðal stjarnanna

Za­bel er afar vinsæll jógakennari meðal stórstjarannna ytra og rekur meðal annars jóga- og vel­líðurnar-mið­stöð í Santa Moni­ca.

„Þegar ég komst að því að Levine hafi spurt á­hrifa­valdinn á dögunum um að nefna ófætt barnið sitt í höfðið á henni sá ég hann í allt öðru ljósi en áður.," segir Zabel og á­kvað að það væri kominn tími til að deila sinni sögu

Að sögn Za­bel hefur það tekið á hana and­lega að þegja yfir þessu í allan þennan tíma, en til þess að komast yfir þetta þarf að sleppa takinu.

„Ef ég hefði viljað fimm­tán mínútna frægð hefði ég sagt frá þessu fyrir löngu,“ segir hún.

„Ekki vera fífl“

Að sögn Zabel ætti Levine að nýta þetta sem tæki­færi og verði fyrir­mynd fyrir aðra karl­menn og fólk al­mennt.

„Þetta er ein­falt. Ekki vera fífl. Ekki koma fram við konur eins og þær séu ein­nota eða að gildi þeirra byggi ein­göngu á út­liti þeirra,“ segir Za­bel: „Í Guðanna bænum vertu fyrir­mynd fyrir dætur þínar. Börn læra meira á því sem þau sjá en á því sem þeim er sagt.“

Konurnar orðnar sex

Sex konur hafa nú stigið fram og sagt frá því að Levine hafi sent þeim daðursleg skilaboð og sýnt þeim áhuga. Þar má nefna Ashley Russel og Sumner Stroh, en á sú síðarnefnda að hafa átt í ástarsambandi við tónlistarmanninn um tíma.

Levine sem a von á sínu þriðja barni með fyrirstæunni Behati Prinsloo á að hafa spurt Sumner hvort það væri í lagi hennar vegna að barnið yrði skírt í höfuðið á henni.

Í kjöl­farið stigu fleiri konur fram og lýstu ýmsum sam­skiptum við Levine.