Hafnar­borg – menningar- og lista­mið­stöð Hafnar­fjarðar, óskar eftir inn­sendum til­lögum að haust­sýningu ársins 2023. Haust­sýninga­röðin hóf göngu sína árið 2011 og síðan þá hafa tólf sýningar verið valdar úr miklum fjölda inn­sendra til­lagna eftir sýningar­stjóra með ó­líkan bak­grunn og reynslu.

Í til­kynningu frá Hafnar­borg segir að mark­miðið með því að óska eftir inn­sendum til­lögum sé að fá tæki­færi til að velja til sam­starfs sýningar­stjóra eða sýningar­stjóra­t­eymi með á­huga­verða sýningar­til­lögu og vera vett­vangur fyrir upp­rennandi sýningar­stjóra til að koma hug­myndum sínum á fram­færi. Sýningar­stjórar með stuttan feril að baki eru sér­stak­lega hvattir til að sækja um.

„Óskað er eftir hug­myndum að sam­sýningum þar sem við­fangs­efni, vinnu­að­ferð og/eða aðrar hug­myndir tengja verk lista­manna en einnig koma til greina sýningar sem fela í sér greiningu eða sér­staka sýn á verk á­kveðins lista­manns. Jafnt koma til greina sýningar á verkum sam­tíma­lista­manna og sýningar sem fela í sér sögu­lega greiningu. Þá er það list­ráð Hafnar­borgar sem fer yfir um­sóknir og velur vinnings­til­löguna í sam­ráði við for­stöðu­mann.“

Haust­sýning ársins 2021 var sýningin Sam­fé­lag skynjandi vera í sýningar­stjórn Wiolu Ujazdowska og Huberts Gromny. Í þeirri sýningu var fjöl­breyttum hópi lista­manna og fræði­manna boðið að taka þátt til að skapa vett­vang þar sem margar raddir mættust og ó­líkir mögu­leikar tjáningar og skynjunar voru skoðaðir.

Haust­sýning Hafnar­borgar 2022 verður sýningin flæðir að – flæðir frá, í sýningar­stjórn Sig­rúnar Ölbu Sigurðar­dóttur, sem verður opnuð 10. septem­ber næst­komandi. Á sýningunni verður sjónum beint að strand­lengjunni, sem er jafnt stór­brotin og upp­full af smáum líf­verum, við­kvæmum gróðri og fjöl­breyttum steina­tegundum. Lista­mennirnir lda Mohr Eyðunar­dóttir, Anna Rún Tryggva­dóttir, Pétur Thom­sen, Stu­art Richard­son, Stu­dio Thinking­Hand (R­hoda Ting og Mikkel Dahlin Bojesen) og Tadashi Ono munu skoða strand­lengjuna þar sem takast á hið stóra og ofsa­fengna, hið smáa og við­kvæma.

Frestur til að skila inn til­lögum er til mið­nættis sunnu­daginn 18. septem­ber 2022 og að­eins er tekið við til­lögum í tölvu­pósti á net­fangið hafnar­borg@hafnar­fjordur.is.