Á tónleikunum leikur Oscar tónlist af komandi plötu sem hann hefur unnið að frá árinu 2019, og lofar að leika lög sem hafa ekki heyrst áður.

“Ég og Tryggvi erum að fara að spila, ég einn með gítarinn og hann að hita upp. Þetta verður nota­legt lítið gigg og ég ætla að reyna að koma með eitt­hvað ljós inn í til­veruna”. Hann bætir við að hann ætli einnig að leika lög úr dýpstu rótum Amazon frum­skógarins. “Ég hef verið að gera seremóníur með mönnum frá Perú, það eru lög sem heila hjartað. Fal­leg, æva­forn lög.”

Opnaði þjóðarleikvang

Os­car Leone er ný­snúinn til Ís­lands eftir tveggja mánaða Evrópu­túr, þar sem hann lék meðal annars við opnun þjóðar­leik­vangs Lúxem­borgar. “Ég ætlaði að vera í þrjár vikur en það varð að tveimur mánuðum. Þetta er nýr markaður og ég er að reyna að opna hann.” Ýmis tæki­færi gerðu vart við sig í kjöl­farið, og sér í lagi spila­mennska fyrir góð­gerða­sam­tök.

Oscar Leone ásamt Henri, stórhertoganum af Lúxemborg
Mynd/Aðsend

“Við vorum að spila til styrktar lang­veikum börnum og rann­sóknum tengdum þeim sjúk­dómum. Það snerti hjartað.” Hann segist þannig hafa farið frá því að spila á stórum leik­vangi og yfir á tuttugu manna staði. Hann hafi tekið sjálfan sig í skoðun í kjöl­farið og séð hlutina í nýju sam­hengi. “Ég fattaði að maður sjálfur skiptir ekkert rosa­lega miklu máli. Þarna kom á­minning fyrir hvern og fyrir hvað maður er að gera þetta.”

Oscar Leone ásamt ungum aðdáendum í Lúxemborg.
Mynd/Aðsend