Lífið

Ó­sátt við að vera hluti af aug­lýsinga­brellu á Golden Globes

Leikkonan Jamie Lee Curtis var ekki allskostar sátt við að vera hluti af auglýsingabrellu Fiji vatnsframleiðandans á Golden Globe verðlaunahátíðinni en uppátæki framleiðandans á rauða dreglinum vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Jamie Lee var ekki alveg að nenna að taka þátt í þessu Fiji uppátæki. Fréttablaðið/Getty

Leikkonan Jamie Lee Curtis er ekki allskostar sátt eftir að mynd af leikkonunni á Golden Globe verðlaunahátíðinni ásamt stelpu sem bauð upp á Fiji vatnsflöskur birtist svo að segja út um allt á internetinu. Hún segist hafa ítrekað beðið um að vera ekki mynduð þannig að sæist í vörumerkið í færslu á Instagram síðunni sinni sem sjá má hér að neðan. 

Umrædd stúlka vakti mikla athygli netverja og gerðu þúsundir notenda samfélagsmiðilsins Twitter óspart grín að uppátækinu en stúlkunni var augljóslega skipað að standa á þessum stað til þess að vekja athygli á umræddu vörumerki.

„Ég vissi nú alveg af hverju það var myndavél akkúrat á þessu svæði og þess vegna færði ég mig í burtu og sagði hátt og snjallt að ég vildi ekki vera þátttakandi í þessari auglýsingabrellu,“ segir Curtis en myndir af vörumerkinu birtust með fjölmörgum stjörnum líkt og Richard Madden, Amy Adams og Jim Carrey.

„Styrktaraðilar viðburða þurfa að biðja um leyfi frá fólki þegar þeir fá þá til að láta taka myndir af sér við svona vörur. Sjónarhornið á myndinni af mér sýnir að ég gekk í burtu frá því að vera fyrir framan hana.“

Kelleth Culbert, umrædd stúlka sem vann fyrir Fiji vatnsframleiðandann hefur raunar hlotið nokkra frægð fyrir uppátækið og greindi People's Magazine meðal annars frá því nýverið að hennar uppáhaldsstjarna sem hún deildi mynd með hefði verið leikarinn Jim Carrey. 

„Ekki slæm leið til þess að eyða sunnudagskvöldi,“ skrifaði Culbert meðal annars á Instagram síðuna sína í færslu sem rúmlega 130 þúsund manns brugðust við. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Heimilið

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Auglýsing

Nýjast

Hildur Yeoman í Hong Kong

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

„Hæfileg óreiða finnst mér heilbrigð“

Komnar með bakteríuna

Auglýsing