Jeff Witjas, um­boðs­maður banda­rísku leik­konunnar Betty White, segir það ekki rétt að leik­konan hafi farið í örvunar­bólu­setningu skömmu fyrir and­lát sitt. Betty var 99 ára þegar hún lést en hún var best þekkt fyrir leik sinn í grín­þáttunum The Golden Girls.

„Betty lést í svefni af náttúru­legum á­stæðum,“ segir Jeff í yfir­lýsingu sem hann sendi Peop­le.com.

„Því hefur verið haldið fram að and­lát hennar tengist því að hún hafi farið í örvunar­bólu­setningu þremur dögum fyrir and­látið en það á ekki við rök að styðjast,“ segir hann.

Betty hefði orðið 100 ára síðar í þessum mánuði en hún fæddist 17. janúar árið 1922. Sjón­varps­ferill hennar spannaði sjö ára­tugi og að sögn heims­­meta­­bók Guin­ness er það lengsti sjón­­varps­­ferill sem nokkur kven­kyns skemmti­­kraftur hefur átt.