Lífstílsbloggaranum Þórunni Ívars og manni hennar Harry Sampsted fæddist stúlka í dag. Þórunn birti á Instagram-reikningi sínum færslu í „story“ í kvöld þar sem hún segir frá því.

Hún segir að stúlkan hafi verið fædd klukkan 16:52 í dag, sé 3810 grömm og 54,5 sentímetrar.

Þar segir hún enn fremur að öllum heilsist vel og að hún þurfi sjálf mikla hvíld eftir erfiða og langa fæðingu. 

Þórunn hefur um árabil haldið úti bloggi þar sem hún fjallar um förðun, tísku og ýmislegt inn á heimilið.