Bæði dagblöðin sem komu út á Íslandi í dag birtu forsíðumynd af sama atburðinum, slíkt hefur komið fyrir áður, sérstaklega þegar stór mál eru í deiglunni. Sú einstaka tilviljun átti sér stað á forsíðum blaðanna í dag að þegar myndirnar eru settar saman mynda þær örsögu.

Á forsíðu Fréttablaðsins má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, taka mynd af Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, í sjónvarpsviðtali.

FBL_BB.jpg

Á forsíðu Morgunblaðsins má svo sjá Bjarna sýna Þórdísi símann sinn, mögulega myndina sem hann var að taka á forsíðu Fréttablaðsins.

Forsíða Morgunblaðsins í dag.
Skjáskot af vef Morgunblaðsins.