Orri Páll Dýra­son, fyrr­verandi trommari hljóm­sveitarinnar Sigur­rósar hefur á­kveðið að setja slotið sitt í Skerja­firði, ein­býlis­hús, á sölu. Um er að ræða glæsi­lega eign á Reykja­víkur­vegi 27. Eignina má sjá á vef Trausta fasteignasölu.

Um er að ræða nokkuð endur­nýjað hús með auka­í­búð og þá eru tveir bíl­skúrar í húsinu. Húsið er fjögurra hæða hús með steyptum kjallara en þrjár hæðir eru úr timbri. Húsið er klætt báru­járni og byggt árið 1928.

Húsið stendur á 900 fer­metra eignar­lóð en Orri Páll festi kaup á húsinu árið 2013 með þá­verandi eigin­konu sinni. Húsið er 270 fer­metrar að stærð og er afar huggu­legt að innan líkt og sjá má af með­fylgjandi myndum.