Hangi­kjöt, hrúts­pungar, lifrar­pylsa, blóð­mör, rófu­stappa, há­karl, svið og lunda­baggar eru víða á boð­stólum um þessar mundir. Á Múla­kaffi er sann­kölluð þorra­há­tíð og mat­reiðslu­menn í óða önn að hafa til vin­sælan þorra­mat. 

Nanna Rögn­valdar­dóttir, einn helsti matar­gúrú þjóðarinnar, segir þorra­mat hafa verið oft á borðum á æsku­heimili sínu. 

„Ég er alin upp á honum, meira og minna, og súr­matur og annað slíkt tengist þorranum ekkert sér­stak­lega í mínum huga, þetta var á borðum nánast dag­lega allt árið heima í sveitinni, og allt heima­gert nema há­karlinn, sem reyndar var ekki oft á boð­stólum. Ég borða þetta allt saman en ég hef aldrei verið hrifin af því sem feitast er, súrsuðum bringu­kollum og slag­vefjunni sem núna er kölluðu lunda­baggi. Lunda­baggarnir sem ég ólst upp á voru allt öðru­vísi en enn feitari. Mér finnst súr­matur samt bara góður ef hann er al­menni­lega súr og þannig fær maður hann varla í búð. Ég var að borða bæði nýja og súrsaða sviða­sultu í gær og ég þurfti tvo bita af hvoru til að vera viss um hvort væri hvað, sú súrsaða var svo lítið súr að það var eigin­lega enginn munur,“ segir Nanna. 

Hún segist sakna meiri fjöl­breytni og myndi gjarnan vilja eld­s­úran blóð­mör og reykta folalda­tungu sem henni þykir al­gjört sæl­gæti. 

„Gallinn við þennan staðlaða þorra­mat sem allir eru með er að hann gefur fólki svo skakka mynd af því hvað var borðað – ég hitti oft fólk sem heldur að Ís­lendingar hafi varla borðað nokkuð annað í gamla daga, sem er fjarri lagi, eða að maturinn hafi verið nánast ó­breyttur frá land­náms­öld fram á þá tuttugustu. Auð­vitað gerir þetta sitt til að halda gömlum matar­hefðum og réttum á lofti en það er svo margt annað sem hefur gleymst af því að það rataði ekki á þorra­bakkann. Upp­á­haldið mitt, ætli það væri ekki elds­úr blóð­mör, en slíkt sæl­gæti hef ég ekki fengið síðan mamma dó. En ef ég fer út fyrir hefð­bundinn þorra­bakka, þá ætla ég að nefna reykta folalda­tungu,“ segir Nanna.