Dómarar um alla Evrópu munu dæma atriði Systra í kvöld og byggja stigagjöf sína í aðalkeppninni á þeirri frammistöðu.

Íslandshópurinn, systkinin Sigga, Beta, Elín og Eyþór Ingi og bakraddasöngvararnir Gísli Gunnar og Zue, eru nú stödd í Eurosvision-höllinni á tæknirennsli. Eftir það fær hópurinn stutta hvíld áður en dómararennslið hefst klukkan níu að staðartíma, eða sjö á íslenskum tíma.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni varð bilun í hljóðblöndun á atriði Systra á dómararennslinu fyrir fyrri undankeppnina.

Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sagði þó í yfirlýsingu að tækniörðuleikarnir hefðu ekki haft áhrif á útsendinguna sjálfa sem dómararnir horfðu á. Í síðasta rennsli fyrir undankeppnina, þann tíunda maí, var flutningurinn lýtalaus og engin vandamál með hljóð.

Atriði íslands hefur þótt sérstaklega dómaravænt atriði, og því gæti flutningur Systra í kvöld verið gríðarlega mikilvægur fyrir árangur Íslands í keppninni.

Fréttablaðið verður í pressuhöllinni í Tórínó í kvöld og fylgist með dómararennslinu. Ísland stígur á svið í seinni hluta aðalkeppninnar annað kvöld.