Stórleikarinn Orlando Bloom heimsótti bandaríska sendiherrann á Íslandi á dögunum.

Leikarinn var staddur hér á landi í júní en hann sást fara um miðbæ Reykjavíkur í fylgd vina sinna.

Bloom leit út fyrir að vera hinn slakasti í heimsókn sinni í sendiráðið.

Bandaríski sendiherrann á Íslandi, Dr. Jeffrey Ross Gunter birti mynd af þeim saman á Twitter síðu sinni. Hann þakkar Bloom fyrir ánægjulega heimsókn í sendiráðið.

Þá lofsamar hann Hollywood og segir kvikmyndaiðnaðinn færa stórvinina, Bandaríkin og Ísland nær hvort öðru.

Bloom er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Legolas í Lord of the Rings þríleiknum og fyrir hlutverk sitt í Pirates of the Caribbean myndunum.