Miklar raðir eru nú á fjöl­­mörgum veitinga­­stöðum Popeyes en þeir til­­kynntu í vikunni að þeir myndu setja kjúk­linga­­borgara aftur á mat­­seðilinn í dag, þriðja nóvember, sem er al­­þjóð­­legi sam­­loku­­dagurinn.

Fjöl­margir Twitter not­endur hafa nú birt myndir af röðunum sem eru flestar gífur­lega langar. Þá eru fjöl­margir við­­skipta­vinir einnig ó­­sáttir við að þurfa bíða í langan tíma eftir borgurunum og hafa ýmis mynd­­skeið birst af við­­skipta­vinum æsa sig við starfs­­fólk.

Það kemur sér vel fyrir Popeyes að al­­þjóð­­legi sam­­loku­­dagurinn lendi á sunnu­­degi en einn helsti keppi­nautur staðarins, veitinga­­staðurinn Chic-fil-A sem einnig býður upp á kjúklingaborgara, er á­vallt lokaður á sunnu­­dögum.