Þór­dís Helga­dóttir hefur verið valin Leik­skáld Borgar­leik­hússins. Þetta kemur fram í til­kynningu sem Borgar­leik­húsið sendi frá sér í dag. 

Kristín Ey­steins­dóttir, leik­hús­stjóri, til­kynnti um valið á mót­töku í Borgar­leik­húsinu í dag. Þór­dís Helga­dóttir tekur við af Birni Leó Brynjars­syni en verk hans Magnum Opus verður sýnt í Borgar­leik­húsinu á næsta leik­ári. Fyrri leik­skáld hússins eru Tyrfingur Tyrfings­son, Salka Guð­munds­dóttir, Auður Jóns­dóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldurs­dóttir. 

Þór­dís Helga­dóttir er rit­höfundur og leik­skáld. Hún er menntuð í heim­speki, rit­stjórn og rit­list og hlaut Ful­brig­ht-styrk til fram­halds­náms í heim­speki við Rutgers-há­skóla í New Jer­s­ey. 

Smá­sagna­safn hennar Keisara­mör­gæsir kom út 2018 og leik­verkið Þensla var sýnt í Borgar­leik­húsinu árið 2019 sem hluti af sýningunni Núna! 2019. Með Svika­skáldum hefur Þór­dís gefið út ljóða­bókina Ég er ekki að rétta upp hönd, og smá­sögur hennar, ljóð, ess­eyjur og þýðingar hafa birst víða í tíma­ritum og bókum. 

Frétta­blaðið heyrði í Þór­dísi þar sem hún var að fagna í Borgar­leik­húsinu. 

„Mér líður dá­sam­lega vel. Ég er ó­trú­lega þakk­lát Leik­ritunar­sjóðnum fyrir að búa til svona tæk­færi. Ég er mjög spennt,“ segir Þór­dís. Hún hefur áður unnið við skrif sem hug­mynda­smiður hjá aug­lýsinga­stofunni ENNEMM. 

Það er stjórn Leik­ritunar­sjóðs Leik­fé­lags Reykja­víkur sem stendur fyrir valinu en í henni sitja Frú Vig­dís Finn­boga­dóttir, Brynjólfur Bjarna­son auk Kristínar Ey­steins­dóttur, leik­hús­stjóra.