Kulture Kiari, dóttir rapparans Cardi B er ekki nema tveggja ára gömul. Hún er samt sem áður nú þegar komin með eigin Insta­gram að­gang, sem móðirin stofnaði fyrir hana.

Banda­ríski miðillinn Bill­board greinir frá þessu en Cardi B hefur nú fyllt að­gang Kulture af myndum sem áður birtust á hennar eigin reikningi.

Kulture er dóttir Cardi og rapparans offset en sam­band þeirra og fjaðra­fok í kringum það hefur vakið mikla at­hygli undan­farið.

Kulture litla er með 776 þúsund fylgj­endur þegar þetta er skrifað og vantar því ekki nema rúm­lega 75 milljónir fylgj­enda í við­bót til að nálgast móður sína, sem er með 75,8 milljónir fylgj­enda.