Harry og Meg­han hafa frá miklu fleiri leyndar­málum að segja um bresku konungs­fjöl­skylduna en áður hefur verið gefið upp. Þetta full­yrðir breska götu­blaðið The Sun.

Þar er haft eftir Neil Sean, sér­fræðingi í málum konungs­fjöl­skyldunnar, að væntan­leg ævi­saga Harrys sýni fram á að Opruh við­talið sé ein­fald­lega bara „toppurinn á ís­jakanum.“ Þar vísar hann í heims­frægt við­tal parsins við Opruh Win­frey í mars 2021.

Þar opin­beraði Meg­han meðal annars ras­isma eins með­lims konungs­fjöl­skyldunnar og lýsti því yfir að hún hefði í raun aldrei verið vel­komin innan veggja Bucking­ham hallarinnar.

Nú nötrar allt og skjálfar í heimum konungs­fjöl­skyldunnar því ævi­saga Harrys er væntan­leg í búðir á næstu mánuðum. Bókin er skrifuð af Omid Scobie, rit­höfundi og nánum vini hjónanna sem einnig skrifaði bókina Finding Freedom um parið.

Neil segir að ljóst sé að hjónin ætli að mjólka at­hyglina eins og þau geta næstu mánuði. Þá sé einnig Net­flix sería í bí­gerð sem Neil hefur á­hyggjur af að verði nýtt til að láta fleiri leyndar­mál gossa um konungs­fjöl­skylduna.

„Þau þurfa að fara að á­kveða hvern þau ætla að ráða,“ segir Neil sem vill meina að þau þurfi á í­myndar­her­ferð að halda, svo ó­vin­sæl séu þau í Bret­landi. „Hverjum ætla þau að halda og það sem er mikil­vægast, hverja þau ætla að reka!“