Lífið

Oprah kemur til Íslands

Fjölmiðladrottningin Oprah Winfrey gæti fljótlega bæst í hóp heimsfrægra Íslandsvina.

Fjölmiðladrottningin lýsti áhuga sínum á því að koma til Íslands - #shescomingtoreykjavik skrifaði vinur hennar við mynd af Opruh á Instagram. Fréttablaðið/Getty

Hin eina sanna spjallþáttadrottning, Oprah Winfrey mun brátt bætast í sístækkandi hóp Íslandsvina ef marka má færslu Bandaríkjamannsins og Íslandsvinarins, Mark Weinberg á Instagram. 

Nýverið sátu þau góðgerðarsamkomu í New York þar sem Instagram myndin af þeim var tekin og merkt myllumerkinu #shescomingtoreykjavik, en hvenær af því verður er óvíst.

Góðgerðarsamkoma Robin Hood Foundation er árviss viðburður þar sem rjóminn af skemmtanabransanum vestanhafs kemur saman og styrkir gott málefni, frekari fréttir af gestalistanum má lesa hér.

Fjölmiðlastjarnan er alls ekki svo ókunnug Reykjavík þó hún hafi ekki enn komið hingað í eigin persónu, svo vitað sé.

Hluti af þætti hennar var sendur út héðan árið 2005 en þá beindi hún sjónum sínum að heiminum í Oprah takes you around the world, Svanhildur Hólm Valsdóttir, sem var fjölmiðlakona á þessum árum, sat svo fyrir svörum í þættinum sjálfum. 

Nokkrum árum síðar rataði Íslendingur aftur í spjallþáttinn þegar Guðrún Magnúsdóttir sem var í forsvari fyrir vefsíðuna Connected -Women.com vakti athygli Opruh.

Ísland er vinsæll áfangastaður hinna ríku og frægu sem geta ferðast hér um óáreittir, fjarri ágangi blaðasnápa og notið þess sem landið hefur upp á að bjóða í friði og ró. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bitist um fyrsta hamborgarann

Lífið

Ungir Píratar með pizzukrók á móti bragði

Fólk

Fólk velur að eiga gott hjónaband

Auglýsing

Nýjast

Glasafrjóvgun í Prag skilaði tvíburum

Selma Björns­dóttir leik­stýrir ást­föngnum Shakespeare

Byrjuð í ­með­ferð: „Ekkert stór­­­mál“ að missa hárið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Kominn tími á breytingar

Auglýsing