Lífið

Oprah kemur til Íslands

Fjölmiðladrottningin Oprah Winfrey gæti fljótlega bæst í hóp heimsfrægra Íslandsvina.

Fjölmiðladrottningin lýsti áhuga sínum á því að koma til Íslands - #shescomingtoreykjavik skrifaði vinur hennar við mynd af Opruh á Instagram. Fréttablaðið/Getty

Hin eina sanna spjallþáttadrottning, Oprah Winfrey mun brátt bætast í sístækkandi hóp Íslandsvina ef marka má færslu Bandaríkjamannsins og Íslandsvinarins, Mark Weinberg á Instagram. 

Nýverið sátu þau góðgerðarsamkomu í New York þar sem Instagram myndin af þeim var tekin og merkt myllumerkinu #shescomingtoreykjavik, en hvenær af því verður er óvíst.

Góðgerðarsamkoma Robin Hood Foundation er árviss viðburður þar sem rjóminn af skemmtanabransanum vestanhafs kemur saman og styrkir gott málefni, frekari fréttir af gestalistanum má lesa hér.

Fjölmiðlastjarnan er alls ekki svo ókunnug Reykjavík þó hún hafi ekki enn komið hingað í eigin persónu, svo vitað sé.

Hluti af þætti hennar var sendur út héðan árið 2005 en þá beindi hún sjónum sínum að heiminum í Oprah takes you around the world, Svanhildur Hólm Valsdóttir, sem var fjölmiðlakona á þessum árum, sat svo fyrir svörum í þættinum sjálfum. 

Nokkrum árum síðar rataði Íslendingur aftur í spjallþáttinn þegar Guðrún Magnúsdóttir sem var í forsvari fyrir vefsíðuna Connected -Women.com vakti athygli Opruh.

Ísland er vinsæll áfangastaður hinna ríku og frægu sem geta ferðast hér um óáreittir, fjarri ágangi blaðasnápa og notið þess sem landið hefur upp á að bjóða í friði og ró. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ók George í skólann daginn eftir fæðingu

Lífið

Verðandi mág­kona Meg­han hand­tekin

Lífið

Rúss­neskur hakkari yfir­tók Insta­gram Óttars Norð­fjörð

Auglýsing

Nýjast

Gestir hvattir til að mæta tíman­lega

Segir George hafa framið sjálfsmorð

Frá Cannes í heilt maraþon í Reykjavík

Vilja fá alla með í Druslugönguna

Guns N' Roses í Svíþjóð: „Þeir voru stór­kost­legir“

Georg prúð­búinn á fimm ára af­mælis­deginum

Auglýsing