Margir hafa beðið spenntir eftir opnun þessa demants, The Reykjavík EDITION sem er stórglæsilegt hótel og kærkomin viðbót við matar- og menningarflóruna sem og hótelflóruna. Á hótelinu er einnig glæsilegur veitingastaður þar sem lögð er áhersla á framúrskarandi þjónustu og mat.

Tides Café er bæði kaffihús og bakarí og er fullkomið fyrir fólk sem er snemma á ferðinni, "early birds" eða morgunhana. Kaffihúsið er staðsett á jarðhæð hótelsins með sérinngangi við hliðina á hótelinnganginum. TIDES CAFÉ býður upp á heimabakað góðgæti og ljúffenga kaffidrykki til taka með eða njóta á staðnum. Kaffihúsið er fullkomið fyrir léttan og hollan hádegismat sem gleður bragðlaukana eins avókadó samlokan eða samlokan með reyktum lax sem ávallt er í boði í sérstökum kæli ásamt góðu úrvali af drykkjum.

Kaffi­húsið er opið frá 6:00 til 17:00 en lokað á sunnu­dög­um og mánu­dög­um.

The Reykjavík Edition.jpeg

Hótelið er hið glæsilegasta. Ljósmyndir/aðsendar.

211008-Edition-0080.jpg

Bakkelsi er hið girnilegasta. Ljósmyndir/aðsendar.

211008-Edition-0036.jpg

Réttirnir eru allir fallega bornir fram. Ljósmyndir/Aðsendar.

211008-Edition-0094.jpg